Verkefni

Byggingar og mannvirki

Verkfræðistofa Suðurnesja hefur frá stofnun lagt áherslu á að veita alhliða ráðgjafarþjónustu í tengslum við byggingar, bæði nýbyggingar og viðhald eldri bygginga. Þjónustan nær til alhliða verkfræðihönnunar, ráðgjafar vegna reksturs og viðhalds, umsjón verkefna og ráðgjafar á sviði öryggismála.

Við leggjum metnað okkar í að skila verkefnum í samræmi við óskir og væntingar okkar viðskiptavina, hvað varðar kostnað og tíma.

 

Framkvæmdir og mælingar

Svartsengi

Verkfræðistofan hefur víðtæka og langa reynslu af verkefnisstjórnun og framkvæmdaeftirliti. Verkefnisstjórnun felst í að leiða verkefni að settu markmiði og stjórnun verkþátta sem felur m.a. í sér rekstur verkefna, þarfagreiningu og kostnaðar- og áætlanagerð.

Framkvæmdaeftirlit hefur ávallt verið stór þáttur í þjónustu verkfræðistofunnar. Markmið framkvæmdaeftirlits er að tryggja að mannvirki séu byggð samkvæmt teikningum, verklýsingum og ákvæðum laga og reglugerða. Þá er kostnaðargát og samskipti við opinbera aðila hluti af þessari þjónustu.

Verkefnisstjórnun og framkvæmdaeftirlit er unnið í anda gæðastjórnunar með það að markmiði að verkkaupi fái í lok verks það mannvirki sem hann vænti í byrjun og á því verði sem reiknað var með.

 

Samgöngur og umhverfi

Göngustígur með Strandlengjunni

Verkfræðistofan hefur frá upphafi þjónustað sveitarfélög á Suðurnesjum á öllum sviðum þéttbýlistækni og umhverfismála. Stofan hefur annast hönnun veitukerfa, gatna, göngustíga, sjóvarna, hafna og opinna svæða. Einnig höfum við annast gerð fjölmargra aðalskipulags- og deiliskipulagsuppdrátta ásamt greinargerðum og umhverfismati áætlana. Þá höfum við víðtæka reynslu af landmælingum og kortagerð. Við höfum  í okkar eigu fullkomnustu mælitæki og hugbúnað sem völ er á til að annast þessa þjónustu.

bg-02