Umhverfisstefna

Verkfræðistofa Suðurnesja einsetur sér að að taka tillit til umhverfisins í allri starfsemi sinni og stuðla að sjálfbærri þróun í samfélaginu. Fyrirtækið er fylgjandi náttúruvernd og skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda og mun beita þekkingu sinni og fagmennsku með virðingu fyrir umhverfinu að leiðarljósi.

Verkfræðistofa Suðurnesja uppfyllir gildandi lög og reglugerðir um umhverfismál og stefnir að umhverfisstjórnun í samræmi við kröfur staðalsins ISO 14001 til að tryggja stöðugar umbætur og bæta virkni í umhverfismálum. Fyrirtækið vinnur að því að efla umhverfisvitund starfsmanna.

Verkfræðistofa Suðurnesja leggur áherslu á vistvæna hönnun. Við úrlausn verkefna er stefnt að því að draga úr umhverfisáhrifum á framkvæmda- og rekstrartíma. Við hönnun og framkvæmdir beinir Verkfræðistofa Suðurnesja viðskiptavini sínum að því að nýta auðlindir skynsamlega.

Í rekstri Verkfræðistofu suðurnesja er leitast við að fara sparlega með auðlindir og taka tillit til umhverfissjónarmiða við kaup á aðföngum. Fyrirtækið leggur áherslu á að endurnýta og endurvinna og að farga úrgangi með sem minnstum umhverfisáhrifum. Þá er unnið að því að draga úr orkunotkun vegna ferða starfsmanna.

bg-01