Starfsmannastefna

Verkfræðistofa Suðurnesja einsetur sér að hafa yfir að ráða vel menntuðu, hæfu og heiðarlegu starfsfólki og að lögð sé áhersla á fagleg og vönduð vinnubrögð. Verkfræðistofa Suðurnesja leggur áherslu á að starfsfólki líði vel í vinnunni, að starfsandi sé góður og að starfsfólk sýni ábyrgð, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Verkfræðistofa Suðurnesja leitast ávallt við að ráða fólk til starfa á grundvelli hæfni, menntunar og reynslu. Boðið er upp á markvissa nýliðafræðslu. Við ráðningar veitir Verkfræðistofan eigin starfsfólki sömu möguleika og öðrum umsækjendum með því að auglýsa störf innan sem utan fyrirtækis. Gengið er frá öllum ráðningum með formlegum hætti.

Verkfræðistofa Suðurnesja er þekkingarfyrirtæki sem leitast við að skapa starfsfólki ákjósanleg starfsskilyrði, áhugaverð og metnaðarfull verkefni og tækifæri til starfs- og þekkingarþróunar. Árleg starfsmannasamtöl eiga að stuðla að reglulegri endurgjöf, setningu markmiða og markvissri starfsþróun.

Verkfræðistofa Suðurnesja leggur áherslu á góðan starfsanda þar sem traust og jákvæð samskipti eru í fyrirrúmi, starfsfólk ber virðingu hvert fyrir öðru og sýnir kurteisi og jákvætt viðmót. Einelti, kynferðisleg áreitni og önnur óviðeigandi hegðun er ekki liðin hjá fyrirtækinu.

Verkfræðistofa Suðurnesja stuðlar að sveigjanleika í starfi til að gera starfsfólki kleift að sinna skyldum gagnvart heimili, einkalífi og fjölskyldu. Starfsfólk er hvatt til að gæta jafnvægis milli vinnu og einkalífs.

Verkfræðistofa Suðurnesja leggur áherslu á að stjórnendur tileinki sér nútímalega stjórnunarhætti sem meðal annars felast í jákvæðu viðhorfi til starfsfólks, gagnvirku upplýsingaflæði og stjórnun sem gerir starfsfólki kleift að taka framförum bæði faglega og persónulega.

Verkfræðistofa Suðurnesja leggur áherslu á að starfsfólk sé ábyrgt í starfi sínu, komi vel fram fyrir hönd fyrirtækisins gagnvart viðskiptavinum, samstarfsfyrirtækjum og vinnufélögum.

bg-02