Samgöngustefna

Verkfræðistofa Suðurnesja ætlar að vinna að því að draga úr neikvæðum áhrifum samgangna á umhverfið og stuðla að lífvænlegra umhverfi, heilbrigðari lífsháttum, minni mengun og um leið draga úr álagi á vegakerfið.

Starfsmenn eru hvattir til að tileinka sér sjálfbæra ferðamáta svo sem að ganga, hjóla, nýta almenningssamgöngur og stuðla að bættri nýtingu einkabílsins.

Við úrlausn verkefna stefnir Verkfræðistofa Suðurnesja að því að taka tillit til gangandi, hjólandi, akandi vegfarenda svo og almenningssamgangna á framkvæmdar- og rekstrartíma mannvirkis og lágmarka orkunotkun vegna samgangna.

Á starfsstöðum sínum mun Verkfræðistofa Suðurnesja hafa til staðar reiðhjól og bíla fyrir starfsmenn í styttri ferðir. Við kaup á farartækjum Verkfræðistofa Suðurnesja eru hagsmunir umhverfisins hafðir í huga.

Verkfræðistofa Suðurnesja vinnur að því að efla vitund starfsmanna um vistvæna ferðamáta og hvetur þá til að taka tillit til umhverfisins og aðstæðna hverju sinni.

bg-01