Öryggisstefna

Öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfisstefna

Verkfræðistofa Suðurnesja einsetur sér að vera leiðandi í öryggis- og heilbrigðismálum á vinnustað, hvort sem er í starfsstöðvum fyrirtækisins eða á verkstað og stuðla þannig að auknu öryggi í þjóðfélaginu. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á öryggi, heilbrigði og vinnuumhverfi í starfsemi sinni til að allir starfsmenn hafi heilsusamleg og ánægjuleg vinnuskilyrði.

Verkfræðistofa Suðurnesja uppfyllir gildandi lög og reglur um öryggi, heilbrigði og vinnuumhverfi og stefnir að öryggisstjórnun í samræmi við OHSAS 18001 til að tryggja stöðugar umbætur.

Við mótun mannvirkis, hönnun og undirbúning framkvæmda miðar hönnuður vinnu sína við að mannvirkið verði sem öruggast í byggingu og rekstri.

Starfsmönnum er lagður til allur nauðsynlegur öryggisbúnaður og lögð er rík áhersla á að starfsmenn Verkfræðistofa Suðurnesja fari eftir öryggisreglum fyrirtækisins í vinnu sinni auk þess að fara eftir öryggisreglum á viðkomandi verkstað. Sé aðbúnaði varðandi öryggi og heilbrigði á verkstað ábótavant, ber starfsmönnum Verkfræðistofa Suðurnesja að hætta vinnu eða stöðva hana og benda á úrbætur.

Verkfræðistofa Suðurnesja aflar sífellt þekkingar um öryggi vinnustaða í góðu samstarfi við aðra aðila er vinna að öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismálum og með virkri þátttöku í faglegu starfi og fræðslu.

bg-01