Jafnréttis- og fjölskyldustefna

Verkfræðistofa Suðurnesja einsetur sér að virða ákvæði laga um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. Þetta á m.a. við launa- og kjaramál, fræðslu og þróun, ráðningar, tilfærslur í starfi og samræmingu einkalífs og atvinnu. Verkfræðistofa Suðurnesja leggur áherslu á að starfsmenn njóti jafnréttis óháð kyni, trú, þjóðerni eða aldri og að hver starfsmaður skuli virtur að verðleikum.

Stjórnendur skulu bera ábyrgð á því að allt starfsfólk fái notið sín án tillits til kynferðis. Allir starfsmenn bera ábyrgð á því að gæta jafnréttissjónarmiða í orðum og athöfnum og að virða bæði kynin jafnt.

Við ákvörðun launa og kjara skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Konum og körlum skulu greidd sömu laun og þau skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.

Til að koma til móts við fjölskyldur skal boðið upp á sveigjanlegan vinnutíma, hlutastörf eða hverja þá vinnuhagræðingu sem við verður komið.

Tryggja skal að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar, starfsþjálfunar og þess að sækja námskeið sem eru haldin til að auka hæfni í starfi og undirbúa fyrir breytt störf eða önnur störf innan fyrirtækisins.

Laus störf hjá Verkfræðistofu Suðurnesja skulu standa opin jafnt konum sem körlum. Jafnframt skal leitast við að jafna kynjahlutfall innan starfshópa og gæta þess að búa ekki til karlastörf og kvennastörf. Leitast skal við að fjölga konum í ábyrgðar- og stjórnunarstörfum innan stofunnar.

Gæta skal þess að karlar jafnt sem konur eigi kost á sveigjanlegum vinnutíma til að gera þeim kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu.

Allir starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og því líðst ekki kynferðisleg áreitni, einelti eða önnur óviðeigandi hegðun hjá Verkfræðistofu Suðurnesja. 

bg-02