Gæðastefna

Verkfræðistofa Suðurnesja einsetur sér að uppfylla væntingar viðskiptavina, tryggja gæði úrlausna og veita verkkaupum fyrsta flokks þjónustu í allri starfsemi stofunnar.

Það er ásetningur stjórnenda að þróa og viðhalda vottuðu gæðakerfi samkvæmt ISO 9001 og leita markvisst og stöðugt tækifæra til að bæta verkferla og innra starfsumhverfi fyrirtækisins.

Það er stefna Verkfræðistofu Suðurnesja að starfsemi fyrirtækisins einkennist af fagmennsku og metnaði, sé til fyrirmyndar og í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um starfsemina.

Verkfræðistofa Suðurnesja kappkostar að eiga markviss og gagnvirk samskipti við viðskiptavini til að tryggja að væntingar þeirra séu uppfylltar.

Megininntakið í starfsemi Verkfræðistofu Suðurnesja er að veita verkkaupum skilvirka þjónustu og skila hagkvæmum og vönduðum úrlausnum á umsömdum tíma.

Árlega eru sett mælanleg markmið í starfseminni, þau endurskoðuð með hliðsjón af árangri og stöðugt unnið að umbótum.

bg-01