Fyrirtækið

Verkfræðistofa Suðurnesja (VSS) var stofnuð 2. febrúar 1980 og er einkahlutafélag. Stofan er með starfsemi sína í eigin húsnæði að Víkurbraut 13, Reykjanesbæ. Framkvæmdastjóri er Brynjólfur Guðmundsson, byggingarverkfræðingur. Um 15 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu, þar af níu verk- og tæknifræðingar, byggingarfræðingur, tveir með B.Sc. í verkfræði, mælingamaður, tækniteiknari og bókari.

Verkfræðistofan er aðili að Félagi ráðgjafarverkfræðinga (FRV).

Meðal viðskiptavina Verkfræðistofu Suðurnesja eru:

HS orka, HS veitur, Reykjanesbær, Grindavíkurbær, Sveitarfélagið Garður, Fasteign hf., Siglingastofnun, Bláa lónið ehf, Reykjaneshöfn, Síldarvinnslan, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Isavia, Utanríkisráðuneytið, Fasteignir ríkissjóðs, Framkvæmdasýsla ríkisins, Aalborg Portland Ísland, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar auk margra annarra.

VSS er framsækið fyrirtæki. Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu.

framurskarandi2013 framurskarandi2012

 

 

bg-02